Búðu þig undir hið óvænta

Það eru mörg skemmtileg verkefni í gangi hjá Safnahúsinu á Húsavík. Næstkomandi fimmtudag fer fram viðburður sem kallast Nordic Stories. Verkefnið er

Búðu þig undir hið óvænta
Fréttatilkynning - - Lestrar 374

Dorthe Hojland
Dorthe Hojland

Það eru mörg skemmtileg verkefni í gangi hjá Safnahúsinu á Húsavík. Næstkomandi fimmtudag fer fram viðburður sem kallast Nordic Stories. Verkefnið er samstarfsverkefni danska saxófónleikarans Dorthe Højland og sænska ljósmyndarans Fredriks Holm.

Dorthe Højland fer fyrir norrænum jass-kvartett sem leggur megináherslu á spuna, næmni og sterka heildartjáningu.  Fredrik Holm er ljósmyndari og jarðfræðingur búsettur á Íslandi. Hann hefur ferðast um landið og myndað íslenska náttúru; allt frá norðurljósum til eldgosa. Myndir hans hafa birst á forsíðu Nature Magazine, í ýmsum bókum, sjónvarpsþáttum, heimildamyndum og víðar.

Myndir Fredriks af hinni stórkostlegu íslenskri náttúru eru innblásturinn í tónlist Dorthe Højland og félaga og eru sýndar í bakgrunni meðan tónlistin er leikin.

Meðlimir Dorthe Højland Group eru þau Dorthe Højland á saxófónn, Jakob Højland, píanó, Andreas Dreier á bassa og Henrik Nielsen á trommur.

„Markmiðið með verkefninunu, Nordic Stories, er að bjóða fólki að taka þátt í einstakri tónlistarupplifun. Einfaldleiki tónlistarinnar skapar rúm fyrir hina sjónrænu upplifun og samspil myndanna og tónlistarinnar minnir á hinn magnaða kraft sem býr í náttúrunni.“ Segir Dorthe Højland.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744