Brynja Rún ráðin tímabundið í starf launafulltrúa Norðurþings

Brynja Rún Benediktsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf launafulltrúa Norðurþings.

Brynja Rún Benediktsdóttir.
Brynja Rún Benediktsdóttir.

Brynja Rún Benediktsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf launafulltrúa Norðurþings.

Í tilkynningu segir að Brynja,  sem er með MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá The University of Edinburgh Business School, hafi góða þekkingu á launavinnslu og tímaskráningarkerfum.

Brynja Rún hefur undanfarið starfað sem mannauðs- og hótelstjóri hjá Gistiheimili Húsavíkur ehf. þar sem hún sinnti mannauðs- og launamálum ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Brynja mun hefja störf í janúar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744