Brúkrani kominn í lag

Vel gekk að koma brúkrananum í lag, en hann er mikilvægur liður í steypun á kíslinum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Brúkrani kominn í lag
Almennt - - Lestrar 388

Kísliver PCC á Bakka.
Kísliver PCC á Bakka.

Vel gekk að koma brúkrananum í lag, en hann er mikilvægur liður í steypun á kíslinum.

Það reyndust vera forritunarvillur í stjórnkerfi kranans sem ollu þessum truflunum.

´Aheimasíðu fyrirtækisins segir að í gærmorgun var hafist handa við að keyra upp ofninn, það gekk hægt að koma hita aftur á, en síðla í gærkvöldi var byrjað að tappa af ofninum og rétt í fyrir miðnætti var steypt í fyrsta skipti. Í þessum töluðu orðum er verið að koma fullu afli á ofninn.

Starfsmenn og aðrir sem að verkefninu koma hafa staðið sig ótrúlega vel og eiga hrós skilið fyrir hvernig staðið var að verki í gær. Fram að þessu hafa engin slys orðið á fólki og okkur hefur tekist að halda truflunum fyrir okkar nágranna í algjöru lágmarki, á þeirri vegferð stefnum við ótrauð áfram.

Brúkrani

Brúkrani er mikilvægur liður í steypun á kíslinum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744