Brennunni seinkað til kl. 20 vegna slæmrar veðurspár

Vegna slæmrar veðurspár verður brennan á Húsavík kl 20.00 á Gamlársdag en ekki kl. 16.30

Brennunni seinkað til kl. 20 vegna slæmrar veðurspár
Fréttatilkynning - - Lestrar 173

Vegna slæmrar veðurspár verður brennan á Húsavík kl 20.00 á gamlársdag en ekki kl. 16.30

Áramótabrennur og flugeldasýningar í Norðurþing verða á sínum stað venju samkvæmt. Flugeldasýningin á Húsavík er í boði Kiwanisklúbbsins Skjálfanda en á Kópaskeri og Raufarhöfn sjá björgunarsveitirnar Núpar og Pólstjarnan um að lýsa upp næturhimininn.

Flugeldasýningarnar hefjast um 15 mínútum eftir að kveikt hefur verið í brennunum. Brennurnar/sýningarnar eru eftirfarandi:

* Húsavík – Skjólbrekku – kveikt uppí kl. 20.00

* Kópasker – við sorpurðunarstað - kveikt uppí kl. 20.30

* Raufarhöfn – Höfði – kveikt uppí kl 21.00

 Yfirlit yfir allar brennur á landinu má sjá inná vefnum syslumenn.is

Fjölskyldur eru sérstaklega hvattar til að mæta saman á viðburðina og eiga saman góða stund.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744