Borgaraleg ferming á Húsavík

Í dag 3. Júní fór fram í fyrsta skipti hér á Húsavík Borgaraleg ferming á vegum Siðmenntar félagi siðrænna Húmanista í Safnahúsinu á Húsavík. Alls voru 5

Borgaraleg ferming á Húsavík
Almennt - - Lestrar 599

Frá borgaralegri fermingu í dag
Frá borgaralegri fermingu í dag

Í dag 3. Júní fór fram í fyrsta skipti hér á Húsavík Borgaraleg ferming á vegum Siðmenntar félagi siðrænna Húmanista í Safnahúsinu á Húsavík. Alls voru 5 ungmenni sem tóku þátt í athöfninni og milli 80 -90 manns viðstaddir. Undirbúningur undir borgaralega fermingu fer ýmist fram á tólf vikna námskeiðum, helgarnámskeiðum eða í fjarnámi. Borgaraleg ferming felur ekki í sér játningu á lífsskoðun eða trú né inngöngu í félag eða söfnuð. En hún felur heldur ekki í sér höfnun á lífsskoðun eða trú. Þvert á móti gerir undirbúningurinn þátttakendur betur í stakk búna til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efum.

Áhersla er lögð á gagnrýna og skapandi hugsun. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og má þar nefna samkskipti unglinga og fullorðinna, fjölskylduna, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, jafnrétti og siðfræði. Einnig er farið yfir trúarheimspeki og efahyggju, samskipti kynjanna, umhverfismál, fordóma, tilfinningar, sorgarviðbrögð og fleira. Fermingarbörnin hafa ekki aðeins sótt námskeið undanfarna mánuði heldur hafa þau líka tekið virkan þátt í undirbúningi þessa dags. Það má segja að það sé fyrirmyndardæmi um það hvað það er að taka ábyrgð á eigin lífi, því þau eru mjög virkir þátttakendur í skipulagi dagsins síns.

Árið 1989 var í fyrsta sinn boðið upp á borgaralega fermingu á Íslandi. Þetta er því tuttugasta og níunda vorið sem unglingar á Íslandi eiga þetta val og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt og aldrei verið fjölmennari en í ár.  377 ungmenni fermast í 10 athöfnum, í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ og á Selfossi, Akureyri og nú Húsavík.

Dagurinn heppnaðist virkilega vel og glæsilegur hópur ungmenna boðin velkomin í fullorðinna manna tölu með þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ræðumenn dagsins voru Aðalbjörn Jóhannsson og Áslaug Guðmundsdóttir sem fluttu fermingarbörnum heilræði. Kristrún Ýr Einarsdóttir athafnastjóri á vegum Siðmenntar stjórnaði athöfninni og hefur haldið utan um fermingarundirbúning ásamt fermingarefnum.  

Í borgaralegri fermingu í Safnahúsinu á Húsavík fermdust

Elísa Rafnsdóttir

Emil Ragnarsson

Guðni Páll Jóhannesson

Hjördís Óskarsdóttir

Mikael Frans Víðisson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744