Bólusetningum með bóluefni Astra Zeneca frestað tímabundið

Eins og fram hefur komið í fréttum þá var ákveðið um ellefu leytið í dag að fresta bólusetningum með bóluefninu frá Astra Zeneca tímabundið.

Eins og fram hefur komið í fréttum þá var ákveðið um ellefu leytið í dag að fresta bólu-setningum með bóluefninu frá Astra Zeneca tímabundið. 

Þetta eru ítrustu varúðarráð-stafanir sem gerðar eru til að gæta fyllsta öryggis og er gert vegna fregna af hugsanlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu að HSN muni bíða eftir frekari fyrirmælum frá Sóttvarnarlækni varðandi næstu skref bólusetninga með efninu frá Astra Zeneca.

Jafnframt kemur fram að HSN sé ekki kunnugt um neinar alvarlegar aukaverkanir hjá fólki sem hefur verið bólusett með þessu bóluefni hér á Norðurlandi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744