Blakfréttir úr héraði

Fimm lið af félagasvæði HSÞ tóku þátt í Íslandsmótum BLÍ í vetur en frá þessu segir á fésbókarsíðu héraðssambandsins.

Blakfréttir úr héraði
Íþróttir - - Lestrar 314

Fimm lið af félagasvæði HSÞ tóku þátt í Íslandsmótum BLÍ í vetur en frá þessu segir á fésbókarsíðu héraðssambandsins.

Völsungar hafa teflt fram sterku liði í Mizunodeild kvenna og varð liðið í 4. sæti í deildakeppninni, aðeins einu stigi frá þriðja sætinu. Þeirra bíða nú leikir í umspili um sæti í úrslitakeppninni sjálfri. 
 
Völsungar tóku einnig þátt í 1. deild karla en náðu því miður ekki flugi í vetur. Blanda af unglingum og körlum spreyttu sig í 3. deild undir merkjum Eflingar-Laugaskóla, góður lærdómur fyrir unga drengi. B-lið Völsungs spilaði í 3. deild kvenna og var í efsta sæti að undankeppninni lokinni, þær náðu því miður ekki að fylgja árangrinum eftir í úrslitunum og urðu í 4. sæti og aðeins einu stigi frá 3. sætinu.
 
Að lokum spilaði sameiginlegt lið kvenna úr nokkrum aðildarfélögum HSÞ undir merkjum HSÞ í 5. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu deildina með glæsibrag, án þess að tapa leik.
 
Þingeyingar mega vera stoltir af blakmenningunni í héraðinu segir að lokum
 
Vip þetta má bæta að kvennaliđ Völsungs spilar gegn HK í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ næsta föstudag kl 18.00. Leikið er í Digranesi í Kópavogi.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744