Blak - Völsungur og Saltvík ehf. / Riding Iceland í samstarf

Í gær var undirritaður samstarfs og styrktarsamningur til tveggja ára milli blakdeildar Völsungs og Ferðaþjónustufyrirtækisins Saltvík ehf./ Riding

Sammingurinn innsiglaður.
Sammingurinn innsiglaður.

Í gær var undirritaður samstarfs og  styrktarsamningur til tveggja ára milli blakdeildar Völsungs og Ferðaþjónustufyrirtækisins Saltvíkur ehf./ Riding Iceland.

Saltvík ehf. verður þar með formlega aðalstyrktaraðili blakdeildarinnar sem hefur unnið markvisst að uppbyggingu ungmenna- og afreksstarfs undanfarin ár og réði nýlega tvo öfluga ungverska þjálfara til starfa fyrir deildina. 

Lúðvík Kristinsson formaður Blakdeildar Völsungs var að vonum mjög ánægður með samninginn,

"Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem blakdeildin gerir samstarfs-samning að þessari gerð og styrkir stoðir starfsins svo um munar, jafnframt gerir okkur það kleift að halda áfram að vaxa og dafna og halda áfram því góða starfi sem hefur veriði drifið áfram af óbilandi áhuga blakara á Húsavík" segir Lúðvík.

Bjarni Páll Vilhjálmsson forsvarsmaður Saltvíkur ehf. segir það stefnu fyrir-tækisins að styðja eftir bestu getu við ungmenna- og æskulýðsstarf í heima-héraði.

"Á erfiðum tímum eins og nú ganga yfir er sérstaklega mikilvægt að hlúa vel að æskulýðs og íþróttastarfi og því gleðilegt fyrir okkur að styðja við og taka þátt í öflugu starfi blakdeildar á þennan hátt". Sagði Bjarni Páll að lokinni undirskrift.

Ljósmynd 640.is

Lúðvík og Bjarni Páll undirrita samninginn og að baki þeim standa þjálfarar og leikmenn félagsins Tamara Kaposi-Petö og Tamas Kaposi.

Ljósmynd 640.is

Samingurinn innsiglaður með táknrænum hætti.

Ljósmynd 640.is

Lúðvík og Bjarni Páll og að baki þeim Tamara Kaposi-Petö, Þórunn Harðardóttir stjórnarmaður í blakdeild, Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdarstjóri Völsungs og Tamas Kaposi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744