Björgunarsveitin Garðar fékk nýjan og glæsilegan bíl að gjöf

Björgunarsveitin Garðar fékk á dögunum afhentan að gjöf nýjan og glæsilegan bíl í tækjaflota sinn.

Garðar 2 nýi bíll björgunarsveitarinnar.
Garðar 2 nýi bíll björgunarsveitarinnar.

Björgunarsveitin Garðar fékk á dögunum afhentan að gjöf nýjan og glæsilegan bíl í tækjaflota sinn.

Í tilkynningu frá björgunarsveit-inni kemur fram að nýi bíllinn sé af gerðinni Ford 150 og sá Arctic Trucks um allar breytingar á honum nema því sem við kom rafmagnsbúnaði. 

Um þann hluta sá Halldór(Dóri) Grendill ehf., þ.e.a.s allan frágang á rafmagni auk síma-, fjarskipta- og tölvubúnaði. Vinna þessara aðila er til mikillar fyrirmyndar segir í tilkynningunni.

“Upphafið af þessu hefur haft langan aðdraganda sem spannar nokkur ár. Við höfðum verið að sinna lóðs fyrir höfnina og haft af því tekjur og þá hafa fyrirtæki og einstaklingar í okkar samfélagi reynst okkur alveg ómetanleg í gegnum tíðina með styrkjum og góðvild sem aldrei verður fullþakkað.

Það kom því loksins að því að björgunarsveitin sæi sér fært að ráðaðst í kaup á nýjum fullbreyttan bíl því breyttu jepparnir okkar voru komnir til ára sinna og brýn þörf á endurnýjun.

Í febrúar síðastliðnum var síðan pantaður nýr bíll. Stuttu áður hafði sveitin eignast gamlan snjóbíl og var hann notaður í sitt fyrsta útkall þann 15 mars. Eftir útkallið birtust myndir af honum á mbl.is og þá fóru hlutir að gerast.

Formaður fær símtal frá hjónum sem vildu gera eitthvað gott fyrir björgunarsveitina og úr varð að þau ákveða að gefa sveitinni bílinn sem búið var að panta ásamt kostnaði við breytingarnar á honum. Þessi heiðurshjón vilja ekki láta nafna sinna getið og að sjálfsögðu virðum við það" segir í tilkynningunni.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Nýi bíllinn er öflugt og glæsilegt björgunartæki. 

Framkvæmdir við Naust

Eftir þetta var ákveðið að fara í framkvæmdir á húsi sveitarinnar þar sem það lá undir skemmdum. Það þurfti að drena frá húsinu og urðu miklar framkvæmdir í framhaldi að því. Í framhaldi af því var byggt við góð bílageymsla og búningaðstaða. Þetta gátum við vegna styrkja sem búið var að fá vegna bílakaupanna. Þess skal getið að húsið er í eigu þriggja félaga sem eru Björgunarsveitin Garðar, Slysavarnardeild kvenna og Rauði krossinn. Þá komu Norðurþing og fleiri fyritæki hér í bæ að þessu verkefni með mjög myndarlegum hætti og fá þau bestu þakkir fyrir”. Segir í tilkynningunni.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744