Fariđ yfir viđbragđsáćtlun vegna jarđskjálfta

Björgunarsveitin Garđar kom saman í Nausti, húsi björgunarsveitarinnar, nú undir kvöld.

Fariđ yfir viđbragđsáćtlun vegna jarđskjálfta
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 279 - Athugasemdir (0)

Fariđ yfir viđbragđsáćtlun vegna jarđskjálftavá.
Fariđ yfir viđbragđsáćtlun vegna jarđskjálftavá.

Björgunarsveitin Garđar kom saman í Nausti, húsi björgunarsveitarinnar, nú undir kvöld.

Í fréttatilkynningu segir ađ tilefniđ hafi veriđ óvissustigiđ sem almannavarnir hafa lýst yfir vegna jarđskjálfta úti fyrir Norđurlandi.

"Fariđ var yfir búnađ Garđars ásamt ţví ađ fara yfir viđbragđsáćtlun sem almannavarnir hafa gert fyrir jarđskjálfta í Ţingeyjarsýslu.

Björgunarsveitin Garđar, ásamt fimm öđrum björgunarsveitum í nágrenninu, gegna veigamiklum hlutverkum sem fyrir eru hér á okkar svćđi og sannast ţví enn og aftur hve björgunarsveitir eru mikilvćgir hlekkir í hverju samfélagi.

Björgunarsveitir eru reknar fyrir styrkarfé og er öll fjáröflunarvinna, ţjálfun og útköll unnin í sjálbođaliđastarfi". Segir í tilkynningunni.

Ţá vill Björgunarsveitin Garđar hvetja íbúa á Húsavík og nćrsveitum til ađ kynna sér heimasíđu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is)

Ţar má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til ađ draga úr tjóni og/eđa slysum í jarđskjálfta, bćđi á heimilum og vinnustöđum.

Björgunarsveitin Garđar

Björgunarsveitin Garđar  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744