Bjarki og Berglind leikmenn ársins hjá Völsungi

Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu fór fram á laugardaginnr en lokahófið markar endalok knattspyrnusumarsins á Húsavík á hverju ári.

Bjarki og Berglind leikmenn ársins hjá Völsungi
Íþróttir - - Lestrar 554

Berglind Ósk og Bjarki leikmenn ársins. Lj. HBH.
Berglind Ósk og Bjarki leikmenn ársins. Lj. HBH.

Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu fór fram á laugardaginnr en lokahófið markar endalok knattspyrnu-sumarsins á Húsavík á hverju ári.

Saman voru komin bæði meistaraflokksliðin ásamt því fólki sem hefur unnið í kringum liðin í sumar.

Árangur sumarsins hefur ekki verið eins og best var á kosið. Meistaraflokkur kvenna vann tvo leiki og endaði í níunda sæti af níu liðum með 6 stig.

Meistaraflokkur karla endaði með 22 stig ásamt tveimur öðrum liðum, Aftureldingu og Reyni Sandgerði.

Afturelding var með besta markahlutfallið af þessum liðum og heldur þar af leiðandi sæti sínu í deildinni. Meistaraflokkur karla mun því leika í 3. deild að ári.


Að venju kusu leikmenn og stjórnarmenn Völsungs bestu og efnilegustu leikmenn ársins.

Hjá meistaraflokki karla var Elvar Baldvinsson kosinn efnilegasti leikmaðurinn og Bjarki Baldvinsson leikmaður ársins.

Hjá meistaraflokki kvenna var Jana Björg Róbertsdóttir kosin efnilegust og Berglind Kristjánsdóttir leikmaður ársins. (volsungur.is)

Leikmenn ársins og þeir efnilegustu.
 
Fv. Berglind Ósk, Jana Björg, Bjarki og Elvar. 
 
Leikmenn ársins
 
Berglind Ósk og Bjarki leikmenn ársins.
 
Efnilegustu leikmennirnir
 
Efnilegustu leikmennirnir, Jana Björg og Elvar.
 
Með því að smella á myndirnar, sem Hjálmar Bogi tók, má skoða þær í stærri upplausn.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744