Birna Björnsdóttir ráðin í starf bókara Norðurþings

Birna Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf bókara hjá Norðurþingi en staðan var auglýst þann 13. maí sl.

Birna Björnsdóttir.
Birna Björnsdóttir.

Birna Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf bókara hjá Norðurþingi en staðan var auglýst þann 13. maí sl.

Í tilkynningu segir að Birna er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands og hefur undanfarin ár starfað við kennslu og skólastjórn hjá Norðurþingi.

Á árunum 1992-2006 var Birna skrifstofustjóri hjá Síldarvinnslu-nni (áður SR-mjöl og þar áður Síldarverksmiður ríkisins) og sá þar um launavinnslu, fjárhags- og verkbókhald.

Birna hefur því langa og mikla reynslu af bókhalds- og skrifstofustörfum en starfsstöð hennar verður á Raufarhöfn.  Hún mun einnig sinna starfinu að hluta á Húsavík.

Á heimasíðu Norðurþings er Birna boðin velkomin til starfa hjá sveitarfélaginu á ný.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744