Bærinn skreyttur með ruslatunnum

Í Miðjunni á Húsavík eru alls kyns verkefni unnin, eitt þeirra eru listrænar ruslatunnur.

Bærinn skreyttur með ruslatunnum
Almennt - - Lestrar 468

Fyrsta listræna ruslatunna sumarsins
Fyrsta listræna ruslatunna sumarsins

Í sumar hyggjast notendur Miðjunnar á Húsavík framleiða fallegar og litríkar ruslatunnur til að koma fyrir í bænum. Að sögn starfsmanna Miðjunnar er þetta gert vegna þess að vöntun sé bæði á ruslafötum fyrir almenning og útilistaverkum í bænum. 

„Við verðum með flottan hóp ungs fólks í vinnu í sumar við að framleiða föturnar ásamt öðrum listaverkum. Einnig munum við sjá um að tæma föturnar og hreinsa til í bænum. Okkur þykir sérstaklega mikilvægt að það líti allt vel út í kringum okkur.“ Segir Lilja Hrund Másdóttir, sem kemur að framleiðslu ruslafatanna. 

„Föturnar verða eins ólíkar og þær eru margar, búnar til úr því efni sem við eigum. Auðvitað gengur hratt á birgðirnar svo það væri æðislegt að komast í afgagnsspýtur ef einstaklingar og fyrirtæki liggja á svoleiðis." Bætir Lilja Hrund við. 

Fyrsta ruslafatan sem komin er stendur á jólatréstorginu við samkomuhúsið en á næstu dögum og vikum mun þeim fjölga víðsvegar um bæinn. Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni í sumar og sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða til að henda rusli og nú.


Einar Annel, Steini og Guðni Páll ánægðir með listaverkið

Einar Annel, Steini og Guðni ánægðir með verkin


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744