Bændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Á dögunum var deildarfundur Auðhumlu fyrir Norðausturdeild haldinn í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.

Bændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk
Almennt - - Lestrar 285

Á dögunum var deildarfundur Auðhumlu fyrir Norðausturdeild haldinn í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.

Á fundinum voru m.a. afhent verðlaun til bænda sem framleiddu úrvalsmjók á árinu 2018.

Eftirtaldir mjólkurframleiðendur í Norðausturdeild framleiddu úrvalsmjólk árið 2018:

Ábúendur á  Torfum, Villingadal, Hallandi 1, Breiðabóli, Víðigerði og Hóli í Eyjafirði. Einnig ábúendur á Breiðabóli og Veisu í Fnjóskadal, Vogum í Mývatnssveit, Búvöllum og Hraunkoti í Aðaldal og Laxamýri í Norðurþingi. (641.is)

úrvalsmjólk 2018

Verðlaunahafar 2018. Mynd: Jarle Reiersen


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744