Ávarp formanns Framsýnar 1. maí

Ágćtu félagar, til hamingju međ daginn, alţjóđlegan baráttudag verkafólks!

Ávarp formanns Framsýnar 1. maí
Almennt - - Lestrar 185

Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar.
Ađalsteinn Árni Baldursson formađur Framsýnar.

Ágćtu félagar, til hamingju međ daginn, alţjóđlegan baráttudag verkafólks!

Ţegar ég flutti eina af mínum fyrstu rćđum á hátíđarhöldunum 1. maí á Húsavík, ţá ný orđin formađur í verkalýđsfélagi, byrjađi ég rćđuna međ ţessum orđum:

Í dag, á hátíđar- og baráttudegi verkafólks 1. maí, safnast fólk saman víđa um heim í skrúđgöngum og/eđa á samkomum til ađ minna á kröfur sínar um jafnrétti, velferđ og réttlát kjör til handa öllum. Ţetta er dagur hins vinnandi manns.

Nú ber svo viđ ađ ţađ verđa engar skrúđgöngur eđa baráttusamkomur víđa um heim sem rekja má til ástandsins í heiminum er tengist Covid- 19 veirunni. Veira sem á sér engin landamćri og herjar á alla burt séđ frá kyni, litarhćtti eđa stöđu ţeirra í samfélaginu.

Í fyrsta skipti síđan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman 1. maí til ađ leggja áherslu á kröfur sínar vegna takmarkana sem heilbrigđisyfirvöld á Íslandi fyrirskipuđu og tengjast Covid- 19 veirunni. Ţađ ár fóru menn í fyrstu kröfugönguna 1. maí undir lúđrablćstri og rauđum fánum. Dagurinn varđ síđan lögskipađur frídagur á Íslandi 1972.

Ţađ eru ekki allir sem gera sér grein fyrir ţví ađ rauđi liturinn á fána verkalýđshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglćti. Hann ţýđir ađ nú sé nóg komiđ, auk ţess sem hann táknar dagrenninguna. Íslenska verkalýđshreyfingin hefur í gegnum tíđina tekiđ á mörgum mikilvćgum málum undir rauđu flaggi, ţađ er sameinađ verkafólk undir rauđu flaggi til góđra sigra.

Ţví miđur ber svo viđ um ţessar mundir ađ verkafólk getur ekki sameinast undir rauđu flaggi til ađ minna á sínar sjálfsögđu og réttlátu kröfur um betri heim til handa öllum, ekki bara fáum útvöldum. Ţess í stađ verđa menn ađ beita sér međ skrifum og međ rafrćnum útsendingum ţar sem öllum ýtrustu reglum er fylgt eftir samkvćmt tilmćlum heilbrigđisyfirvalda til  ađ verjast Covid- 19 veirunni.

Heildarsamtök launafólks á Íslandi munu standa fyrir sameiginlegri dagskrá í kvöld, 1. maí. Hátíđarhöldin verđa í Hörpu og sjónvarpađ út til landsmanna í gegnum Ríkissjónvarpiđ.  Stéttarfélögin í Ţingeyjarsýslum eiga ađild ađ samkomunni í gegnum sín heildarsamtök, ASÍ og BSRB.

Vissulega eru ţetta mikil viđbrigđi, ekki síst fyrir stéttarfélögin í Ţingeyjarsýslum sem  alla tíđ hafa lagt mikiđ upp úr ţessum degi. Eđa eins og fyrrverandi formađur Verkalýđsfélags Húsavíkur, Helgi Bjarnason, sagđi á sínum tíma. „Ţetta er dagurinn okkar sem okkur ber ađ viđhalda og virđa til framtíđar, ekki síst í minningu forfeđrana sem mörkuđu sporin okkur til heilla.“

Á samkomum stéttarfélaganna hefur bođskapi dagsins veriđ komiđ vel á framfćri viđ hátíđargesti í Íţróttahöllinni á Húsavík í gegnum rćđuhöld og ţá hefur jafnframt veriđ lögđ áhersla á ađ bjóđa upp á vandađa tónlistar- og skemmtidagskrá í anda hátíđarhaldanna.

Forystufólk innan stéttarfélaganna hefur lagt á sig mikla sjálfbođavinnu til ađ láta hlutina ganga upp međ starfsmönnum félaganna. Ţađ ađ taka á móti 600 til 900 manns krefst vinnuframlags frá mörgum höndum. Fyrir ţetta góđa starf ber ađ ţakka í gegnum tíđina.

Kjörorđ dagsins er „Byggjum réttlátt ţjóđfélag“. Stéttarfélögin í ţingeyjarsýslum munu standa vaktina áfram sem hingađ til međ hagsmuni félagsmanna ađ leiđarljósi.

Eins og fram kemur í ţessu stutta ávarpi til félagsmanna verđur ekki hefđbundin dagskrá á vegum stéttarfélaganna í Ţingeyjarsýslum í ár, ţađ er ţví viđ hćfi ađ menn spili Framsýnarlagiđ í tilefni dagsins http://www.framsyn.is/framsynarlagid/ og skođi síđan svipmyndir hér á síđunni frá hátíđarhöldum stéttarfélaganna frá síđustu árum.

Góđar stundir og gleđilegt sumar

 Ađalsteinn Árni Baldursson,
formađur Framsýnar stéttarfélags


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744