Átta krakkar frá Völsungi á hæfileikamótun KSÍ

Um liðna helgi tóku átta krakkar frá Völsungi þátt í hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland sem fram fór í Boganum á Akureyri.

Átta krakkar frá Völsungi á hæfileikamótun KSÍ
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 194

Um liðna helgi tóku átta krakkar frá Völsungi þátt í hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland sem fram fór í Boganum á Akureyri.

Lúðvík Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 hjá KSÍ heldur utan um verkefnið hjá KSÍ en hæfileikamótun er undirbúning fyrir U-15 ára landsliðið.

Eins og fyrr segir áttu Völsungar átta glæsilega fulltrúa á æfingunum, fjórar stelpur og fjóra stráka. 

Strákarnir voru: 
Andri Már Sigursveinsson
Benedikt Kristján Guðbjartsson
Hermann Veigar Ragnarsson
Jakob Héðinn Róbertsson

Stelpurnar voru:
Berta María Björnsdóttir
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir
Kristey Marín Hallsdóttir
Sigrún Marta Jónsdóttir

Á heimasíðu Völsungs segir að krakkarnir hafi staðið sig með mikilli prýði á æfingunum og eru sem fyrr segir glæsilegir fulltrúar félagsins. 

Hópinn í heild sinni má sjá HÉR.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744