Áskorun frá kvenfélagskonum í Kelduhverfi

Kvenfélag Keldhverfinga fagnar framtaki unga fólksins á Gilhaga með ullarverkefnið og vonar svo sannarlega að það komi til með að ganga vel.

Áskorun frá kvenfélagskonum í Kelduhverfi
Fréttatilkynning - - Lestrar 489

Úr Kelduhverfi
Úr Kelduhverfi

Kvenfélag Keldhverfinga fagnar framtaki unga fólksins á Gilhaga með ullarverkefnið og vonar svo sannarlega að það komi til með að ganga vel.

Við höfum fulla trú á að svo verði og þess vegna ákváðum við að veita verkefninu 100.000 króna framlag og skorum á önnur félög, einstaklinga og ekki síst fyrirtæki að leggja þeim einnig lið.

Netsöfnunin rennur út eftir 3 daga þannig að um er að gera að bregðast skjótt við segja kvenfélagskonur í Kelduhvefi í tilkynningu.

Þess má geta að Búnaðarfélag Keldhverfinga tók áskorun kvenfélgaskvenna og styrkti Ullarverkefnið í Gilhaga um 50.000 kr. og hvetja fyrirtæki og einstaklinga að fylgja þeirra fordæmi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744