Ásgeir valinn í u-21 árs landsliðið

Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið valinn í u-21 árs landsliðið í leik gegn Englandi þar ytra. Leikurinn verður 10.júní.

Ásgeir valinn í u-21 árs landsliðið
Íþróttir - - Lestrar 541

Ásgeir Sigurgeirsson. Mynd: mbl.is/Skapti
Ásgeir Sigurgeirsson. Mynd: mbl.is/Skapti

Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið valinn í u-21 árs landsliðið í leik gegn Englandi þar ytra. Leikurinn verður 10.júní. Ásgeir, sem er uppalinn Húsvíkingur hefur farið með lykilhlutverk með KA í Pepsí-deildinni í sumar. Ásgeir hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum og er meðal þeirra markahæstu í deildinni. 

„Mér líst ótrúlega vel á þetta verkefni. Það er náttúrlega búið að ganga mjög vel hjá okkur í sumar svo það verður skemmtilegt að fá tækifæri til að spila fyrir Ísland.“ Segir Ásgeir Sigurgeirsson.

Spennandi verður að fylgjast með Ásgeiri á vellinum í sumar fyrir Akureyringa, jafnt sem fyrir landsliðið.  

 

Hópurinn í heild:

Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík

Aron Snær Friðriksson, Fylkir

Albert Guðmundsson PSV

Alfons Sampsted, Nörrköping

Arnór Gauti Ragnarsson, ÍBV

Axel Óskar Andrésson, Reading

Ásgeir Sigurgeirsson, KA

Hans Viktor Guðmundsson, Fjölnir

Júlíus Magnússon, Heerenveen

Orri Sveinn Stefánsson, Fylkir

Óttar Magnús Karlsson, Molde

Viktor Karl Einarsson, AZ Alkmaar

Samúel Kári Friðjónsson, Valerenga

Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA

Albert Hafsteinsson, ÍA

Alex Þór Hauksson, Stjarnan

Aron Freyr Róbertsson, Grindavík

Bjarki Þór Viðarsson, KA

Felix Örn Friðriksson, ÍBV

Ívar Örn Árnason, KA


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744