Arna Védís lék sinn fyrsta landsleik

Arna Védís Bjarnadóttir lék sinn fyrsta landsleik í blaki um páskana þegar Ísland tók þátt í æfingamótinu Pasqua Challenge 2018.

Arna Védís lék sinn fyrsta landsleik
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 426

Arna Védís Bjarnadóttir.
Arna Védís Bjarnadóttir.

Arna Védís Bjarnadóttir lék sinn fyrsta landsleik í blaki um páskana þegar Ísland tók þátt í æfingamótinu Pasqua Challenge 2018.

Ísland sigraði mótið árið 2017 en í ár var hópurinn skipaður að mestu leiti leikmönnum sem hafa ekki spilað áður fyrir A landsliðið og mætti því kalla hópinn í ár B landslið Íslands.

Arney Kjartansdóttir var einnig í þessari æfingaferð með U16 ára landsliði Íslands.

Það er nokkuð ljóst að blakíþróttin er á uppleið hjá Völsungi og framtíðin björt.  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744