Arna Benný og Harpa leika með Völsungi í sumar

Völsungur hefur gengið frá samningum við Hörpu Ásgeirsdóttur og Örnu Benný Harðardóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu tímabilið 2019.

Arna Benný og Harpa leika með Völsungi í sumar
Íþróttir - - Lestrar 420

Völsungur hefur gengið frá samningum við Hörpu Ásgeirsdóttur og Örnu Benný Harðardóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu tímabilið 2019.

Þær spiluðu báðar með liðinu á síðasta tímabili og eru reynslumestu leikmenn liðsins.

 

Harpa er 32 ára miðju- og sóknarmaður.  Hún hefur spilað 146 leiki með meistaraflokki Völsungs og skorað 52 mörk.  Samtals hefur hún spilað 156 leiki í efstu deild en hún hefur einnig spilað með KR, Aftureldingu og Þór/KA/KS.  Harpa var fyrirliði liðsins síðasta sumar og skipar stóran sess í liðinu bæði innan vallar sem utan.

Arna Benný er 30 ára varnarmaður.  Hún hefur spilað 94 leiki með meistaraflokki Völsungs og skorað 6 mörk.  Hún hefur spilað 125 leiki í efstu deild en fyrir utan Völsung spilaði hún með Hömrunum og Þór/KA nokkur tímabil.  Arna Benný var einn af lykilmönnum liðsins síðasta sumar þar sem hún spilaði sem miðvörður.  Hún var valin í lið ársins í 2. deild kvenna eftir síðasta tímabil.

Í frétt á heimasíðu Völsungs segist John Andrews þjálfari meistaraflokks kvenna vera mjög ánægður með undirskriftir þessara reyndu og mikilvægu leikmanna. Hann segir að Harpa og Benný séu frábærar bæði innan vallar sem og í búningsklefanum.  Einnig séu þær miklar fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn okkar hér á Húsavík.

Hann hlakkar til að tímabilið byrji en nú er Lengjubikarinn að fara af stað hjá stelpunum og verður fyrsti leikur sunnudaginn 24. mars n.k. við Sindra/Einherja í Fjarðarbyggðahöllinni á Reyðarfirði.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744