ÁRLEG INFLÚENSUBÓLUSETNING

Vegna staðfestra inflúensutilfella hér á landi hófst inflúensubólusetning u.þ.b. hálfum mánuði fyrr en venjulega. Þeir sem tilheyra áhættuhópum njóta

ÁRLEG INFLÚENSUBÓLUSETNING
Fréttatilkynning - - Lestrar 530

Ætlar þú að láta bólusetja þig?
Ætlar þú að láta bólusetja þig?
Vegna staðfestra inflúensutilfella hér á landi hófst Inflúensubólusetning u.þ.b. hálfum mánuði fyrr en venjulega.
Þeir sem tilheyra áhættuhópum njóta forgangs og eru hvattir til að láta bólusetja sig sem fyrst.
 
Móttaka heilsugæslunnar á Húsavík tekur við tímapöntunum í síma 464-0500 eða 4640501 kl. 10-14.
 
Bólusett verður á heilsugæslunni á Húsavík daglega í þessari viku en síðan þriðjudaga til fimmtudags kl 14-15.
 
Upplýsingar fást símleiðis um skipulag bólusetninga á heilsugæslustöðvunum: Mývatnssveit s: 464-0660, Kópaskeri s: 4640640, Raufarhöfn s: 464-0620 og Þórshöfn s: 464-0600.
 

Við bólusetninguna er notað þrígilt bóluefni gegn inflúensu A og B sem hafa verið framleidd fyrir veturinn 2016-2017 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 

Eftirtaldir áhættuhópar njóta forgangs.

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

 

Rétt er að árétta að bólusetning gegn árlegri inflúensu verndar gegn inflúensu A(H1N1)v (svínainflúensu).

Að gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744