Angela og Gísli Þór taka við íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn

Angela Agnarsdóttir og Gísli Þór Briem hafa gert rekstrarsamning við Norðurþing um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.

Angela, Kjartan Páll og Gísli. lj.nordurthing.is
Angela, Kjartan Páll og Gísli. lj.nordurthing.is

Angela Agnarsdóttir og Gísli Þór Briem hafa gert rekstrarsamning við Norðurþing um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.

Þau munu sinna þjónustu og opnun fyrir grunn- og leikskóla, almenning og íþróttafélög. Einnig verður rekstur tjaldsvæðisins á Raufarhöfn á þeirra snærum.

Stærsta breytingin er glæsileg líkamsræktartæki sem þau Angela og Gísli hafa fjárfest í og reka samhliða þeirri starfsemi sem áður var nefnd.

Þessi bætta aðstaða er gríðarlega verðmæt fyrir samfélagið á Raufarhöfn og á heimasíðu Norðurþings er þeim óskað góðs gengis með verkefnið.

Á meðfylgjandi mynd takast þau í hendur Angela, Kjartan Páll Íþrótta og tómstundafulltrúi Norðurþings og Gísli eftir undirskrift samninga. (nordurthing.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744