Ađgerđir á Kópaskerslínu nćstu vikur

Á nćstu vikum verđa óvenju margar ađgerđir á Kópaskerslínu sem fćđir rafmagn inn á norđausturhorniđ.

Ađgerđir á Kópaskerslínu nćstu vikur
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 278 - Athugasemdir (0)

Á nćstu vikum verđa óvenju margar ađgerđir á Kópaskerslínu sem fćđir rafmagn inn á norđausturhorniđ. 

Dagana 15. til 17. ágúst fer fram fullnađarviđgerđ á línunni eftir eldingaveđur í byrjun 30. júní.  Alls skemmdust 27 stćđur á línunni en gert var viđ ţá stćđu sem mest skemmdist ađfaranótt 7. júlí. Allir sem koma ađ verkinu eru sammála um ađ ekki sé óhćtt ađ bíđa međ viđgerđir fram í september enda getur ţá veriđ allra veđra von eins og íbúar á norđausturhorninu ţekkja mćta vel.


Einnig ţarf ađ fara í ađgerđir sem tengjast ţeim framkvćmdum sem eru í gangi á svćđinu.  Í byrjun september ţarf ađ fara í ađgerđir til ađ  undirbúa línuna fyrir tengingu hennar viđ varanlega kerfiđ viđ Ţeistarreyki.  Eftir ađ ţeim ađgerđum líkur verđur línan tengd viđ byggđarlínuhringinn frá Kröfluvirkjun, auk tengingar viđ Akureyri í gegnum Laxárvirkjun.  Mun ţađ auka afhendingaröryggi á norđausturhorninu enda er línann milli Akureyrar og Laxárvirkjunar komin vel til ára sinna.

Ađ lokum ţarf ađ taka rafmagn af Kópaskerslínu ţegar línurnar á milli Ţeistarreykja og Bakka verđa strengdar yfir Kópaskerslínu.  Er sú ađgerđ áćtluđ 19. september.  Reynt verđur ađ sameina ţá vinnu viđ tengingu Kópaskerslínu viđ Ţeistarreyki ef möglegt er.

Á međan ţessum ađgerđum stendur mun RARIK keyra varaaflstöđvar á Raufarhöfn, Ţórshöfn og Bakkafirđi, auk ţess sem fćranlegar stöđvar verđa stađsettar í Lindarbrekku og Kópaskeri.  Varaafl verđur reyndar aukiđ á Raufarhöfn og Ţórshöfn og verđa ţví samtals fjórar fćranlegar vélar stađsettar á svćđinu.  Ţađ má ţví búast viđ hvin frá rafstöđvunum ţessa daga auk ţess sem rafmagn kann ađ verđa óstöđugra.  Í lok dags ţarf einnig ađ taka rafmagn af í örstuttan tíma í Kelduhverfi, Öxarfirđi, Kópaskeri, Sléttu og mögulega hluta Kópaskers ţegar fćrt verđur frá varaafli yfir á netiđ.   Tilkynningar verđa sendar til notenda ţar sem ţađ á viđ.

Landsnet og RARIK vona ađ íbúar á svćđinu sýni ţeim óţćgindum sem af ţessum ađgerđum leiđir skilning.

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744