Aðgerð Grasrót – opið bréf til almennings á páskum 2017

" Farsælt líf krefst bæði persónulegrar ábyrgðar og félagslegs réttlætis."

Gunnar Rafn Jónsson.
Gunnar Rafn Jónsson.

" Farsælt líf krefst bæði persónulegrar ábyrgðar og félagslegs réttlætis." (Vilhjálmur Árnason; Farsælt líf, réttlátt þjóðfélag, s. 423, 2008).

Aðgerð Grasrót byggist á grunngildum hamingjunnar. Við viljum hugsa, skynja og yfirvega, síðan breyta okkur sjálfum, viðhorfum okkar, umhverfi og heiminum, ef við sjáum atriði, sem betur mættu fara.

Grasrót

Hvaða aðferðafræði höfum við notað fram að þessu til þess að koma skoðunum okkar á framfæri? Ég nefni nokkur dæmi:

-       Stjórnmálaflokkar

-       Félagasamtök

-       Veraldarvefurinn: greinar, blogg, fésbók

-       Hópfundir

-       Mótmælaaðgerðir

Svo virðist sem aðferðir okkar hafi ekki dugað fram að þessu til þess að knýja fram altækar breytingar á okkar innra manni og samfélaginu.

„Ég tel að róttækasta og mikilvægasta breytingin á heiminum sem hægt sé að gera sé sú að koma fram með nýja, ferska og frumlega túlkun eða réttara sagt sýn á heiminn – sýn sem breytir skilningi okkar á sjálfum okkur og heiminum, sýn sem opnar óvænta möguleika og fær okkur til að endurskoða allar viðteknar venjur í mannlífinu, allt sem til þessa hefur verið talið sjálfsagt og eðlilegt.“ (Páll Skúlason; Hugsunin stjórnar heiminum, s. 7-8, 2014).

Hvaða þættir gætu þá hindrað bætt samfélag?

-       Ýmsir lestir og breyskleiki svo sem spilling, græðgi og óheiðarleiki

-       Breytni gegn betri vitund, heimska, vonleysi

-       Eigin hagsmunir umfram hag fjöldans

-       Skortur á ábyrgð

-       Skortur á gagnrýnni hugsun

-       Áróður fjármálaafla og fjölmiðla

-       Kreddur / innræting

-       Þrýstihópar

Við verðum að viðurkenna að við höfum gert mistök, þotið áfram í „yfirborðsmennsku, skrumi, hræsni og umfram allt hugsunarleysi.“ Hvorki okkur, stjórnvöldum né embættismönnum hefur tekist að læra af fyrri mistökum. Rotin innri sem ytri kerfi hafa hindrað nauðsynlegar breytingar.

Aðgerð Grasrót vill því nálgast vandamálið frá öðru sjónarhorni. Við viljum lýðræðislegar aðferðir, vinna málefnavinnuna sameiginlega. Okkur tekst.

Þess vegna leitum við til þín, lesandi góður. Vitundin, lausnin, býr innra með þér –innra með okkur öllum – hið góða, fagra og sanna. Við erum eitt.

Aðgerð Grasrót vill móta sameiginlegan grunn að nýju samfélagi. Því verðum við að sýna samkennd, samstöðu og samvinnu. 

Hvað metur þú mest í lífinu?

Heldur þú, að fleiri aðhyllist þessi viðhorf þín?

Vilt þú betra samfélag?

Hvar er pottur brotinn?

Hvaða lausnir sérð þú?

Aðgerð Grasrót - markmið:

  • Gjörhygli, aukin vitund og persónuleg ábyrgð einstaklinga
  • Víðsýni
  • Ný viðhorf
  • Ný heimsmynd
  • Ný aðferðafræði
  • Heilbrigðara mannlíf á öllum sviðum
  • Hámarksnýting fjármuna ríkis og sveitarfélaga

 

Ágæti lesandi!

Vertu í för um framtíð lands!

Núna er rétti tíminn fyrir gagnrýna hugsun
og markvissar áætlanir um betra samfélag!

Sýndu samstöðu og kjark! Taktu þátt!

 

Aðgerð Grasrót

 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744