Aðalfundur foreldrafélags FSH

Aðalfundur foreldrafélags FSH var haldinn í skólanum í vikunni. Í foreldraráði eru Róbert Ragnar Skarphéðinsson formaður, Unnur Mjöll Hafliðadóttir,

Aðalfundur foreldrafélags FSH
Almennt - - Lestrar 155

Aðalfundur foreldrafélags FSH var haldinn í skólanum í vikunni.

Í foreldraráði eru Róbert Ragnar Skarphéðinsson formaður, Unnur Mjöll Hafliðadóttir, Brynhildur Elvarsdóttir, Sigmar Stefánsson og Sigurveig Rakel Matthíasdóttir.

Markmið foreldrafélagsins er m.a. að:

• Stuðla að aukinni vitund foreldra/forráðamanna um forsjárskyldur sínar og þekkingu þeirra á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra. 
• Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna sem starfar í fullu samráði við stjórn Nemendafélags skólans. 
• Auka sýnileika og nánd foreldra/forráðamanna sem veiti yfirvöldum, skólastjórnendum, kennurum og nemendum stuðning í skólastarfinu. 
• Koma á, efla og tryggja gott samstarf foreldra/forráðamanna og starfsfólks skólans. 
• Hvetja til aukins stuðnings og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra. 
• Vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans. 
• Standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska. (fsh.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744