Á krossgötum

Kæru viðskiptavinir! Nú er Urðarprent ehf að detta brátt í 3ja ára aldurinn. Margt búið að gerast á þeim stutta tíma og fyrirtækið tekið miklum

Á krossgötum
Aðsent efni - - Lestrar 1407

Anna Soffía Halldórsdóttir.
Anna Soffía Halldórsdóttir.

Kæru viðskiptavinir! Nú er Urðarprent ehf að detta brátt í 3ja ára aldurinn.  Margt búið að gerast á þeim stutta tíma og fyrirtækið tekið miklum breytingum frá því að vera Bolabíllinn.

En nú erum við sem vinnum í Urðarprent á krossgötum.

Eigum við að halda áfram?  Láta staðar numið?  Færa út kvíarnar? 

Eins og staðan er núna þá þarf Urðarprent fleiri viðskiptarvini og ekki bara þá sem búa um allt land.  Okkur langar að ná til ykkar Húsvíkinga og nærsveitarfólks.

Okkur langar til að þjónusta fleiri einstaklinga og  fyrirtæki hér á staðnum.

Við höfum lagt mikið uppúr lipri og góðri þjónustu og munum halda því áfram.

Við erum ennþá að læra og eins og aðrir sem reka fyrirtæki eru alltaf að læra eitthvað nýtt.

Okkur langar að þegar við erum beðin um tilboð í t.d merkingar á fatnað og fleira að láta okkur vita ef lægra tilboð er í boði annarsstaðar, því að þá myndum við svo sannarlega reikna dæmið uppá nýtt.  Já, við erum ennþá að læra og stundum er erfitt að keppa við stóru merkingarfyrirtækin en við reynum eftir fremsta megni og hefur okkur gengið það nokkuð vel þessi tæpu 3 ár.  En þó ekki alltaf.

Vilja Húsvíkingar og nærsveitarmenn hafa Urðarprent ehf enn starfandi? 

Við höfum allavega heyrt að það sé gott að hafa svona fyrirtæki á staðnum og erum við ánægðar með að heyra það.

Nú ætlum við stöllur að varpa boltanum til viðskiptavina okkar!

Hvað mynduð þið vilja sjá nýtt í fyrirtækinu?

Allar ábendingar eru vel þegnar og þið megið gjarnan senda okkur línu á urdarprent@simnet.is        Allar ábendingar verða skoðaðar.

Það sem er í boði í Urðarprent ehf og verður áfram er þetta:

Fatnaður og áprentun 

Púðarnir vinsælu með áprentun, texti/ljósmynd

Sandblástursfilmur í glugga

Veggmerkingar

Bíla, kerru og bátamerkingar

Strigaprentun.

Almenn prentþjónusta eins og: 

  1. Skönnun og lagfæringar á gömlum myndum.

  2. Prentun ljósmynda

  3. Nafnspjöld 

  4. Plaköt

  5. Boðskort

    Verið ávalt velkomin í Urðarprent ehf sem við vonumst til að megi halda áfram að dafna og stækka :)

    Anna Soffía Halldórsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744