Á kajökum niður Aldeyjarfoss

Tveir ofurhugar frá Ameríku fóru niður Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti á kajökum í gær.

Á kajökum niður Aldeyjarfoss
Almennt - - Lestrar 384

Á leið niður fossinn. Mynd: Benedikt Hálfdánarson
Á leið niður fossinn. Mynd: Benedikt Hálfdánarson

Tveir ofurhugar frá Ameríku fóru niður Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti á kajökum í gær. 

641.is greinir frá þessu:

Að sögn Benedikts Hálfdánarsonar úr Reykjavík sem var fyrir tilviljun staddur við Aldeyjarfoss á sama tíma, voru mennirnir frá Red Bull og Adidas og var fólk frá GoPro myndavélaframleiðandanum að taka þetta upp og notuðu þeir fjölda dróna og myndavélar til þess.

Algengt er að farið sé á kajak niður Goðafoss í Skjálfandafljóti og þykir það ekki vera neitt tiltökumál. Allt annað gildir um Aldeyjarfoss. Þar fellur allt vatnið í Skjálfandafljóti niður í einni mjórri bunu, ofan í risvaxinn og straumþungan hyl.

Um 25 ár eru síðan fyrst var farið á kajak niður Aldeyjarfoss svo vitað sé til og munaði litlu að illa færi þá.

Sjá nánar á 641.is og þar á meðal er myndband sem sýnir þegar kajakræaðararnir fóru niður fossinn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744