Á eftir bolta kemur Hálfviti

Ljótu hálfvitarnir hafa bara einu sinni spilað fótboltaleik, og þá við stelpur.

Á eftir bolta kemur Hálfviti
Fréttatilkynning - - Lestrar 627

Ljótu hálfvitarnir hafa bara einu sinni spilað fótboltaleik, og þá við stelpur.

Þeir hafa hinsvegar oft haldið tónleika á Græna hattinum, og af því þeir eru ekki vitlausari en raun ber vitni þá ætla þeir að halda sig við það sem þeir kunna (svona næstum).

Um Pollamótshelgina á Akureyri munu Hálfvitar því skemmta þeim sem það vilja þiggja á fyrrnefndum Hatti fimmtudags-, föstudags-, og laugardagskvöld. 


Besta upphitunin, og óbrigðult ráð við náratognunum, krossbandsslitum og stuðningsmannaraddleysi er að kíkja á Hálfvitana á hattinum, segja sjúkraþjálfarar. Eða voru það hómópatar? 

Allavega: Meðferðin hefst kl. 21 á fimmtudagskvöldið en kl. 22 hin síðari. Dómarar fá frítt inn. Djók. Forsala er í gangi í Eymundsson, Hafnarstræti og á midi.is.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744