90 ára afmælishátíð Verkalýðsfélags Þórshafnar

Í dag var haldið uppá 90 ára afmæli Verkalýðsfélags Þórshafnar með glæsilegri dagskrá.

Karlakór Akureyrar. Lj. langanesbyggð.is
Karlakór Akureyrar. Lj. langanesbyggð.is

Í dag var haldið uppá 90 ára afmæli Verkalýðsfélags Þórshafnar með glæsilegri dagskrá. 

Karlakór Akureyrar þandi raddböndin í Þórshafnarkirkju svo unun var á að hlusta. Í lokin tóku allir tónlistargestir undir og sungu Maístjörnuna.

Þar á eftir voru kaffiveitingar í Þórsveri sem Kvenfélagið Hvöt töfraði fram. Heimafólk fjölmennti og naut veitinganna, og í lokin var uppistand hjá Hundi í óskilum.

Flott dagskrá á þessum merku tímamótum segir á heimasíðu Langanesbyggðar en þar má sjá fleiri myndir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744