4G Símans komið upp á Húsavík - Sambandið nær út á Skjálfanda

Húsavík er komið í 4G samband hjá Símanum en sendirinn stendur á Húsavíkurfjalli og nær sambandið því út á Skjálfanda.

Húsavík er komið í 4G samband hjá Símanum en sendirinn stendur á Húsavíkurfjalli og nær sambandið því út á Skjálfanda.

„4G tryggir ekki aðeins Húsvíkingum frábæran hraða um farsímanetið heldur einnig þeim gestum sem heimsækja þennan blómlega ferðamannabæ. Það að sambandið teygi sig út flóann færir ekki aðeins sjómönnum öflugra net heldur gefur ferðamönnum tækifæri til að miðla frábærri upplifun til vina og vandamanna í gegnum samfélagsmiðla,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en Síminn byggir upp farsímanet sitt með sænska fjarskiptarisanum Ericsson.

 

Sendarnir ná nú 150 Mbps hraða sem deilist á milli notenda á farsímanetinu hverju sinni.

Auk mikillar uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði stefnir Síminn nú að öflugri uppbyggingu á sjó. „4G langdrægt Símans verður sett upp á næstu átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið á sjó,“ segir hún.

4G farsímanet Símans hefur vaxið hratt síðustu mánuði og nær nú til 82,5% landsmanna. 4G samband var sett upp í Þorlákshöfn á sama tíma og á Húsavík. Nú fyrir páska setti Síminn upp 4G á Siglufirði, Dalvík og Flúðum.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744