28,4 milljón króna hagnađur af rekstri Skútustađahrepps 2019

Ársreikningur Skútustađahrepps 2019 var lagđur fram til fyrri umrćđu á fundi sveitarstjórnar í gćr.

Ársreikningur Skútustađahrepps 2019 var lagđur fram til fyrri umrćđu á fundi sveitarstjórnar í gćr. 

Fram kemur á heimasíđu Skútustađahrepps ađ rekstur sveitarfélagsins á seinasta ári hafi heilt yfir gengiđ međ ágćtum.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 603,1 milljónum króna, ţar af námu rekstrartekjur A hluta 530,9 milljónir króna. Rekstrarafgangur samstćđunnar var 28,4 milljónir króna sem var 43,6 milljónum króna undir áćtlun. Rekstrarniđurstađa A-hluta var neikvćđ ađ fjárhćđ 17,6 milljón króna.  Metár var í fjárfestingum sveitarfélagsins á árinu 2019 eđa 218 milljónir króna og voru ţćr ađ mestu fjármagnađar međ handbćru fé. Handbćrt fé í árslok 2019 var 69,8 milljónir króna. Helstu frávik í rekstri voru lćgri skatttekjur en áćtlađ var, ađrar tekjur voru hćrri en áćtlađ var en launakostnađur og framkvćmdir voru talsvert umfram áćtlun.

Helstu ţćttir ársreiknings

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 931,2 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 299,7 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hćkkar frá árinu 2019 og nemur 84,8 milljónum króna og ţar af er áćtluđ nćsta árs greiđsla 2,2 milljónir króna. Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 49,7% af reglulegum tekjum.  Eigiđ fé í samanteknum reikningsskilum er 631,5 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 67,8%.  Veltufjárhlutfall samstćđunnar var 0,71. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilađi 37,6 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 6,2% af heildartekjum.

Helstu frávik

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru ađ útsvar og fasteignaskattur eru 18,8  milljónum króna lćgri en áćtlun gerđi ráđ fyrir, framlög Jöfnunarsjóđs eru 2,8 milljónum króna hćrri en áćtlun, ađrar tekjur eru 40,6 milljónum króna hćrri en áćtlun, laun og launatengd gjöld eru 59,7 milljónum króna hćrri en áćtlun, annar rekstrarkostnađur er 7,8 milljónum króna hćrri en áćtlun gerđi ráđ fyrir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 1,5  milljónum króna hagstćđari en áćtlun gerđi ráđ fyrir. Afskriftir eru 2,1 milljón króna hćrri en áćtlađ var.

Metár í uppbyggingu og fjárfestingum

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2019 samtals 218 milljónum króna en áćtlun gerđi ráđ fyrir 157 milljónum króna. Međal helstu framkvćmda ársins voru bygging nýs leikskóla, kaup á ţremur nýjum íbúđum í Klappahrauni, fyrsti áfangi göngu- og hjólreiđastígs, endurbćtur á stígum í Höfđa, gatnagerđarframkvćmdir, malbikunarframkvćmdir, fráveituframkćmdir, viđhaldsframkvćmdir o.fl.

Fjárhagsleg viđmiđ sveitarfélaga miđast međal annars viđ ađ:

- Skuldaviđmiđ sveitarfélaga ţ.e. ađ heildarskuldir og skuldbindingar samstćđu í reikningsskilum séu ekki hćrri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Skuldaviđmiđ samstćđu Skútustađahrepps í árslok 2019 er 49,7%%.

- Fjárhagsleg viđmiđ sveitarfélaga tilgreina einnig ađ rekstrarjöfnuđur á hverju ţriggja ára tímabili sé jákvćđur og er ţessi rekstrarjöfnuđur hjá Skútustađahreppi jákvćđur sem nemur 221,6 milljónum króna.

Ljóst er ađ Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviđum um allan heim, ţar međ taliđ efnahagsleg, á ţessu ári. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif faraldursins og vćnta má ađ áhrif á rekstur sveitarfélagsins á ţessu ári verđi umtalsverđ m.a. vegna lćgri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.

Forsendur fjárhagsáćtlunar 2020 eru ađ miklu leyti brostnar en til ađ mćta tekjusamdrćtti og halda sig viđ fjárfestingaáćtlun ársins sem hluti af viđspyrnuađgerđ hefur sveitarfélagiđ tekiđ 150 m.kr. langtímalán.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744