17 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

17 nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi skólans sl. laugardag.

17 nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi skólans sl. laugardag.

Hallur Birkir Reynisson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum afhenti nýstúdentum prófskírteinin sín og veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Útskrifaðir voru nýstúdentar af Náttúrufræðibraut, Félagsfræðibraut og Íþróttabraut.

Auður Katrín Víðisdóttir brautskráðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi í ár.

Fulltrúar stúdenta og útskriftarnema fyrri ára og áratuga fluttu ræður og færðu skólanum gjafir. Allir viðstaddir fengu sér svo kaffi og meðlæti að útskrift lokinni í boði Framhaldsskólans á Laugum. (641.is)

Laugar

Nýstúdentar 2015. Brynjar Þór Ríkharðsson, Eyþór Bragi Bragason, Máni Sigurðsson, Hrannar Guðmundsson, Tómas Guðjónsson, Andri Grétar Alfreðsson, Óttar Jósefsson, Bjarni Þór Gíslason, Leó Páll Gunnarsson. Neðri röð. Sigríður Atladóttir, Reynir Magnússon, Gabríela Birna Jónsdóttir, Matthildur Ósk Óskarsdóttir, Hallur Birkir Reynisson skólameistari FL, Sóley Hulda Þórhallsdóttir, Kamila Kinga Swierczewska, Auður Katrín Víðisdóttir og Unnur Ingólfsdóttir. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744