1. maí hátíðarhöldin fjölmenn að venju

Tæplega 600 manns sóttu hátíðarhöld þau sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum stóðu fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík á alþjóðlegum baráttudegi

1. maí hátíðarhöldin fjölmenn að venju
Almennt - - Lestrar 385

Aðalsteinn Árni Baldursson flutti hátíðarræðu.
Aðalsteinn Árni Baldursson flutti hátíðarræðu.

Tæplega 600 manns sóttu hátíðarhöld þau sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum stóðu fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí.

Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar ávarpaði hátíðargesti áður en Reynir Gunnarsson söng maístjörnuna af miklum krafti en um undirleik sá Steinunn Halldórsdóttir.

Aðalsteinn Árni Baldursson flutti hátíðarræðu dagsins þar sem hann kom víða við og skaut föstum skotum. Honum var m.a tíðrætt um kjör almennings í samanburði við laun forstjóra stórra fyrirtækja. 

Þá var boðið upp á tónlistar- og skemmtiatriði, Karlakórinn Hreimur söng undir stjórn Steinþórs Þráinssonar við undirleik Steinunnar Halldórsdóttur. Gísli Einarsson fór með gamanmál að alkunnri snilld við góðar undirtektir hátíðargesta. Og að lokum sungu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Jógvan Hansen nokkur lög við undirleik Karl Olgeirssonar.

Huld Aðalbjarnardóttir stjórnaði hátíðinni og á meðan henni stóð sáufulltrúar og starfsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna um að ganga milli borða og færa tæplega 600 veislugestum kaffi og tertu frá Heimabakaríi. 

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók á hátíðarhöldunum og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

1. maí á Húsavík

Vilberg Lindi afhenti ásamt Þóri Stefánssyni um sex hundruð rauða miða til hátíðargesta.

1. maí á Húsavík

Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti ávarp sem lesa má hér

1. maí á Húsavík

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar flutti hátíðaræðu dagsins sem má lesa hér 

1. maí á Húsavík

Reynir Gunnarsson söng Maístjörnuna við undirleik Steinunnar Halldórsdóttur.

1. maí á Húsavík

Karlakórinn Hreimur söng nokkur lög undir stjórn Steinþórs Þráinssonar við undirleik Steinunnar Halldórsdóttur.

1. maí á Húsavík

Gísli Einarsson fór með gamanmál og þar á meðal frumasamin texta um Húsavík:

Á Húsavík ég háttum næ,
hérna útvið bláan sæ.
Á vísan þó ég varla ræ
en vonandi er alltílæ.
Engu kastað er á glæ
enn á vorin spíra fræ.
Kleinur, te og kaffi fæ
á fyrsta maí
Ókey bæ!

Gísli lofaði að koma með lag við þennan texta næst þegar hann kemur.

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík

Gunnar Valdimarsson með Lenu barnabarn sitt en hann söng með félögum sínum í Hreimi.

1. maí á Húsavík

Jógvan Hansen, Karl Olgeirsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir fluttu nokkur lög ásamt því að segja góðar sögur á milli laga.

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík

1. maí á Húsavík


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744