Stuđningsmannahittingur á Sölku & Grćna torginu

Kćru Völsungar viđ bođum ykkur til stuđningsmannahittings á Sölku kl.12:00 laugardaginn nćstkomandi fyrir heimaleik liđsins gegn Njarđvík.

Stuđningsmannahittingur á Sölku & Grćna torginu
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 554 - Athugasemdir ()

Kæru Völsungar við boðum ykkur til stuðningsmannahittings á Sölku kl.12:00 laugardaginn næstkomandi fyrir heimaleik liðsins gegn Njarðvík.

Myndir munu fljóta á veggjum og spilað verður myndband til þess að koma fólki í gírinn.

Byrjunarliðið verður tilkynnt og mynduð verður stemning sem flyst með fólki út á völlinn. Hægt er að kaupa sig inn á pizzuhlaðborð með gosi á litlar 1000 krónur!

Einnig verður opið á Græna Torgi í íþróttahöllinni á sama tíma, en þar munu gamlir leikmenn og aðrir velunnarar hittast yfir kaffibolla og peppa sig upp fyrir átök dagsins. Í framhaldi munu hóparnir hittast við Sölku og arka saman út á völl um kl.13.30.

Völsungur er sameiningartákn okkar bæjarfélags, hvar verður þú?

fani

f


Athugasemdir

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ